KVÍÐAKOLLA / HEIGHTENED SENSES (2020 - work in progress)

English bellow


Um miðjan vetur 2019 sagði lítil stúlka sem ég var að kenna við mig "Ég er svo spennt að það kemur sumar. Þá koma kvíðakollur."

Ég spurði hana hvað kvíðakollur væru og hún svaraði: "Svona hvítt og svo get ég blásið á þær, svona blóm." 

Þá fattaði ég að hún ætti auðvitað við biðukollur. Mér fannst svo fallegt að hlakka til sumarsins um miðjan vetur bara því þá væri hægt að blása á biðukollur. Þar að auki fannst mér orðið kvíðakollur afar fallegt orð.

Sumarið 2020 kom nokkrum mánuðum síðar og ég varð að kvíðakollu. Gamalkunnugur kvíði heltist yfir mig og ég fann hvernig ég fór að missa stjórn á eigin hugsunum. Til að komast úr kvíðanum fór ég að mynda mig í miðri tilfinningunni. Skrásetja það nákvæmlega hvernig mér leið. Ári síðar er kvíðinn enn til staðar og því er Kvíðakolla enn í vinnslu. Sumarið kemur þó alltaf aftur og aftur og einn daginn mun ég blása allar kvíðakollurnar burt.


Heightened Senses is an ongoing diary project. In the beginning the images were taken solely to soothe myself and channel my anxiety and pain into creating something With time I noticed I had started a project, and although it may seem very personal I do believe other people may relate to it. As humans we connect through feelings and if we don’t share them, we may become distant.

Using Format